Komin aftur í sollinn. Átti mjög góða daga heima. Gerði þó minna en til stóð, er það ekki alltaf þannig? Ætlaði að fara til Akureyrensis en bíllinn minn var ekki sáttur við það. Hann eyddi því föstudeginum í yfirhalningu hjá Badda en ég eyddi einum degi í viðbót upp í sófa.
Horfði á geysilega mikið og skemmtilegt sjónvarpsefni. Sky news var duldið vinsæl sökum stríðsfrétta sinna, horfði m.a. á blaðamannafund þeirra félaga Bush og Blair. Ég var að flestu leyti ósammála þeim báðum en það sem Blair sagði hljómaði þó ekki eins víðáttu heimskulegt og það sem kom frá Bush. Maðurinn er bara hálfviti, hann segir einhverja eina setningu og svo staglast hann bara á því það sem eftir er. Heilinn á honum býr sjálfsagt bara til eina setningu á dag.
Eurosport var líka heit þessa vikuna. Þar var verið að sýna heimsmeistaramótið í listdansi á skautum. Hérna í gamla daga sýndu þeir svona stundum á Rúv en nú er það bara Formúlan og þýski boltinn. Heimsmeistaramótið var haldið í Washington í Bandaríkjunum og það voru 2 kanar sem sáu um að segja mér frá tvöföldum og þreföldum "toe" og öðru slíku. Eitt sló mig svoldið. Í paradansinum var eitt par, kanadískt að mér minnir, sem dansaði við tónlist John Lennon og klæddust búningum sem áttu að minna á 7. áratuginn, blómabörn og frið. Þessu voru hinir könsku kynnar ekki hrifnir af, bæði væri þessi tónlist ekki hentug til skautaiðkunnar (afhverju veit ég ekki) og hún væri ekki við hæfi vegna ástandsins í heiminum. Æi mér fannst þetta asnalegt. Þau voru náttúrulega löngu búin að semja þetta atriði áður en Runninn ákvað að gerast stríðsmaður og svo held ég nú reyndar að ef það einhvern tímann við hæfi að vera með friðarboðskap þá er það á tímum eins og þessum.
Þrátt fyrir mikið sjónvarpsgláp hætti ég mér stöku sinnum út úr húsi. Ég fór nokkrum sinnum með Tönju Kristínu út að labba. Nú er hún komin á þann aldur að það er alveg svakalega gaman að vera úti. Í stað þess að grenja bara þegar ég fór með hana á leikvöllinn eins og hún gerði síðast, var hún bara hæst ánægð hjá mér. Ég gat meira segja huggað hana þegar hún datt og svona. Síðan bendir hún á allt í kringum sig og segir "þessa" eða eitthvað slíkt og þá á maður að segja henni hvað þetta er. Ég sem guðmóðir barnsins taldi mér skylt að standa mig í hlutverki uppfræðarans og endurtók því orð eins og bíll, steinn, gras, hús, gangstétt í gríð á erg á leið okkar um kauptúnið Skagaströnd. Hún er semsagt farin að segja ýmis orð en einhverra hluta vegna var hún ófáanleg til þess að segja nafnið mitt eða eitthvað í þá veru. Oft á dag var "þóra" sagt við hana en hún sagði alltaf "fídí", ekki veit ég afhverju barnið kallar mig þetta en ekki einhverju sem líkist eitthvað nafninu mínu. Hún gat sagt mamma, pabbi, afi, amma, bolti, epli, kók o.s.frv. nokkuð skammlaust. Á endanum var bara farið að vísa til mín sem "fídí" og Tanja skildi það alveg til jafns við þórunafnið.
Semsagt gott frí í alla staði.
Horfði á geysilega mikið og skemmtilegt sjónvarpsefni. Sky news var duldið vinsæl sökum stríðsfrétta sinna, horfði m.a. á blaðamannafund þeirra félaga Bush og Blair. Ég var að flestu leyti ósammála þeim báðum en það sem Blair sagði hljómaði þó ekki eins víðáttu heimskulegt og það sem kom frá Bush. Maðurinn er bara hálfviti, hann segir einhverja eina setningu og svo staglast hann bara á því það sem eftir er. Heilinn á honum býr sjálfsagt bara til eina setningu á dag.
Eurosport var líka heit þessa vikuna. Þar var verið að sýna heimsmeistaramótið í listdansi á skautum. Hérna í gamla daga sýndu þeir svona stundum á Rúv en nú er það bara Formúlan og þýski boltinn. Heimsmeistaramótið var haldið í Washington í Bandaríkjunum og það voru 2 kanar sem sáu um að segja mér frá tvöföldum og þreföldum "toe" og öðru slíku. Eitt sló mig svoldið. Í paradansinum var eitt par, kanadískt að mér minnir, sem dansaði við tónlist John Lennon og klæddust búningum sem áttu að minna á 7. áratuginn, blómabörn og frið. Þessu voru hinir könsku kynnar ekki hrifnir af, bæði væri þessi tónlist ekki hentug til skautaiðkunnar (afhverju veit ég ekki) og hún væri ekki við hæfi vegna ástandsins í heiminum. Æi mér fannst þetta asnalegt. Þau voru náttúrulega löngu búin að semja þetta atriði áður en Runninn ákvað að gerast stríðsmaður og svo held ég nú reyndar að ef það einhvern tímann við hæfi að vera með friðarboðskap þá er það á tímum eins og þessum.
Þrátt fyrir mikið sjónvarpsgláp hætti ég mér stöku sinnum út úr húsi. Ég fór nokkrum sinnum með Tönju Kristínu út að labba. Nú er hún komin á þann aldur að það er alveg svakalega gaman að vera úti. Í stað þess að grenja bara þegar ég fór með hana á leikvöllinn eins og hún gerði síðast, var hún bara hæst ánægð hjá mér. Ég gat meira segja huggað hana þegar hún datt og svona. Síðan bendir hún á allt í kringum sig og segir "þessa" eða eitthvað slíkt og þá á maður að segja henni hvað þetta er. Ég sem guðmóðir barnsins taldi mér skylt að standa mig í hlutverki uppfræðarans og endurtók því orð eins og bíll, steinn, gras, hús, gangstétt í gríð á erg á leið okkar um kauptúnið Skagaströnd. Hún er semsagt farin að segja ýmis orð en einhverra hluta vegna var hún ófáanleg til þess að segja nafnið mitt eða eitthvað í þá veru. Oft á dag var "þóra" sagt við hana en hún sagði alltaf "fídí", ekki veit ég afhverju barnið kallar mig þetta en ekki einhverju sem líkist eitthvað nafninu mínu. Hún gat sagt mamma, pabbi, afi, amma, bolti, epli, kók o.s.frv. nokkuð skammlaust. Á endanum var bara farið að vísa til mín sem "fídí" og Tanja skildi það alveg til jafns við þórunafnið.
Semsagt gott frí í alla staði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home