fimmtudagur, mars 13, 2003

Jæja þá er ég kominn heim frá útlandinu eftir vel heppnaða ferð. Prófið gekk fínt og mér leist vel á Köben. Annars virðist mér við fyrstu sýn þetta vera ansi líkt Íslandi. Það eru samt nokkrir hlutir sem ég tók sérstaklega eftir hjá Dönum.
-Danir eru ákaflega hrifnir af múrsteinum, þakskífum og mikið hallandi þökum. Kom á óvart hversu ólík húsin eru hér og þar.
-Þeir reykja bókstaflega allsstaðar t.d. í lestunum og verslunarmiðstöðvum. Stærsti gallinn sem ég kom auga á.
-Hjól og hjólabrautir. Það eru allir hjólandi á þar til gerðum brautum meðfram götunum. Skondið að sjá konur í pelsum og háhæluðum skóm hjóla á fullu.

Svo var alveg merkilegt að hvað ég skildi mikið í dönskunni þó ég svaraði nú yfirleitt á ensku. En nú er bara að vinna í 10 daga áður en næstu skemmtilegheit koma. Vinnuleiði frá helvíti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home