mánudagur, mars 03, 2003

Jibbíkóla mars er kominn og febrúar farinn. Mér hefur alltaf fundist janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins, dimmt, kalt, langt í sumarið, jólin búin. En mars þýðir hins vegar að dagurinn er farinn að lengjast verulega og vorið að nálgast. Mars þetta árið verður líka óvenju ánægjulegur sýnist mér. Á sunnudaginn fer ég til Kaupmannahafnar til þess að taka TOEFL ensku prófið en það er víst erfitt að taka það hér heima um þessar mundir. Og fyrst ég er að fara þarna á annað borð ætla ég að stoppa aðeins, í þrjá daga, og sjá smá af gömlu höfuðborginni.

Svo í lok mánaðarins ætla ég að taka mér frí í tvo þannig að ég geti farið heim og verið þar í næstum viku. Þetta þýðir að í dag er eintóm gleði þrátt fyrir að ég sé í vinnunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home