þriðjudagur, mars 18, 2003

Ég held að ég upplifi nú í fyrsta skipti á ævinni virkilegar og raunverulegar áhyggjur af heimsmálunum. Georg Runni ætlar sér, hvað sem það kostar, að fara í stríð við Írak. Þetta er mér, óbreyttum áhorfandanum, gjörsamlega óskiljanlegt. Í fyrsta lagi skil ég ekki afhverju á að fara heyja þetta stríð. Jú, jú það er hægt að þvaðra eitthvað um olíuhagsmuni og mannúðarástæður en ég kaupi það ekki, þá hefði verið búið að fara í þetta stríð mun fyrr. Svo skil ég ekki heldur leiðina frá 11. september og Osoma Bin Laden til Saddams Hussein og Íraks. Fyrir utan þetta þá skil ég ekki afhverju einhverjum heilvita manni dettur í hug að fara í stríð yfirleitt. Ef eitthvað má læra af 20. öldinni er það að stríð eru hræðileg og það ber að gera allt til þess að koma í veg fyrir þau. Það stendur þá eftir er að Georg kani sé ekki heilvita maður, ætli það sé ekki bara málið. Skuggalegt að slíkur maður sé valdamesti maður heims.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home