Það er enn klukkutími eftir af vaktinni og ég verð að viðurkenna að ég er að verða ansi syfjuð. Vaktin hefur nýst ágætlega því auk þess að tala við misjafnlega edrú einstaklinga las ég í gegnum TOEFL bæklinginn svo nú er ég mun fróðari um þetta próf sem ég er að fara í á mánudaginn. Ég er líka búin að horfa á nokkrar bíómyndir með öðru auganu og tvo Friends þætti með næstum fullri athygli.
Úff þetta er að verða ansi erfitt, mikið svakalega ætla ég að sofa á eftir. Þegar ég vakna svo úthvíld og endurnærð fer ég í mat til ömmu og afa. Ég nenni ekki einu sinni niður að ná í Moggann.
Úff þetta er að verða ansi erfitt, mikið svakalega ætla ég að sofa á eftir. Þegar ég vakna svo úthvíld og endurnærð fer ég í mat til ömmu og afa. Ég nenni ekki einu sinni niður að ná í Moggann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home