föstudagur, mars 07, 2003

Addi rafvirki vakti mig með hringingu um kaffileytið í gær til þess að tilkynna komu sína til þess að líta á þvottavélina. Hann var að vísu búinn að koma x2 áður, fyrst til þess að fá sjúkdómslýsingu og annað skipti til þess að framkvæma frumsjúkdómsgreiningu. Í gær var hún svo sjúkdómsgreind, þ.e. Addi fann útleiðsluna en hún er í litlu stykki ofan á vélinni. Vandamálið er bara að hann veit ekki hvaða stykki þetta er, innviðir þvottavéla eru víst nokkuð mismunandi eftir tegundum og þvottavélin mín heitir Hoover sem er ekki ein af þessum algengustu tegundum. Svo ég á von á fjórðu heimsókn Adda rafvirkja í dag og þá verður hann væntanlega búinn að finna út hvaða stykki þetta er hjá umboðsaðila Hoover sem er Pfaff á Grensásveginum. Og þá fer vonandi að koma í ljós hvort þvottavélin lifir áfram eða fer á haugana.

Í beinum tengslum við þetta er skipulögð þvottaferð í Breiðholtið seinnipartinn í dag. Allt er orðið skítugt sem orðið getur svo að þetta ferðalag verður ekki umflúið. Það verður reyndar duldið skondið að hanga í íbúðinni hennar Ásu meðan við þvoum eins og tvær vélar. En það er víst ómögulegt að fara í skítugum leppum til gamla herraríkisins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home