föstudagur, febrúar 21, 2003

Var að gera mér grein fyrir þeirri staðreynd að Begga er í gufu með bjór í hendi en ég er í vinnunni að tala við misskemmtilegt fólk. Þessi staðreynd gerir mig enn fúlli en ég var áður yfir hlutskipti mínu og ekki var á það bætandi. Vinnuleiðinn er að hellast yfir mig af fullum þunga aftur eftir smá hvíld. En ég veit að ekki dugar að tuða því maður er víst sinnar eigin gæfu smiður. Ég ætla að smíða gæfu þegar líður á sumar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home