laugardagur, febrúar 22, 2003

Sökum þess hve lítið er að gera og mér var farið að leiðast verulega að spila vitlausa tölvuleiki, ákvað ég að skoða Íslendingabók aðeins nánar. Ég tók fyrir bekkina mína tvo þ.e. grunnskólabekkinn minn sem taldi lengst af um 18 manns og menntaskólabekkin gjéið en við vorum 15 í lok 4. bekkjar. Tilgangurinn var náttúrulega að finna þann sem skyldastur væri mér.

Ekki kom á óvart að bekkjarfélagar mínir úr grunnskóla eru almennt skyldari mér en bekkjarfélagarnir úr menntaskóla. En Húnvetningar eru mjög margir í bæði móður- og föðurættinni minni. Það voru því nokkrir bekkjarfélagar mínir úr grunnskóla sem eru skyldari mér en almennt gerist þ.e. nær en í 8. lið en sömu sögu er ekki að segja um menntaskólafélagana. Aðeins einn bekkjarfélagi minn er skyldari mér en "eðlilegt" er.

Sigurður nokkur Berndsen er mest skyldur mér af þeim sem voru með mér í bekk í grunnskóla. Hann og pabbi eru fjórmenningar, við erum komin af heiðurshjónunum Gísla Gíslasyni og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þetta kom mér lítið á óvart því ég hef alltaf vitað að værum slatti skyld. Við höfum líka eiginlega alltaf þekkst, ég bjó í Bankastræti 6 en hann í 9.

Ása Arnfríður er sú eina í gamla gjéinu sem getur mögulega talist eitthvað skyld mér. Ekki er það nú samt mikill skyldleiki, við erum sexmenningar. Skyldleikinn er í gegnum móðurfjölskyldur okkar nánar tiltekið þá bræður Jóhannes og Þorstein. Þeir voru synir hjónanna Þorsteins Magnússonar og Guðrúnar Helgadóttur sem bjuggu í S-Þingeyjasýslu.

Já, þar höfum við það. Þetta var nú svei mér áhugavert. En þetta stytti vaktina og nú eru bara um 10 mín eftir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home