Jæja þá er ég loksins komin á nokkuð eðlilegan tíma eftir góðan nætursvefn í nótt. Námskeiðið í gær var leiðinlegt skv. venju, isdn tengingar, hversu áhugavert getur það verið. Ég vissi líka mest af því sem kerlingin þuldi upp af glærunum á fyrri hluta námskeiðsins enda var ég með mesta starfsreynslu af nemendunum. Meira var reyndar að græða á karlinum á símstöðvadeild sem talaði svo. Hann kom líka með einn "hnytinn" brandara, notaði skammstöfunina VGS sem ég hafði aldrei séð áður. Skammstöfunin stóð svo fyrir "venjulegan gamlan síma" sagði hann grafalvarlegur. Ég vona allavega að þetta hafi verið brandari.
Ég er loksins búin að fá aðganginn minn að Íslendingabók og er búin að vera að dunda mér við það í kvöld að fletta fólki upp. Það virðist sem ég eigi ekki svo mörg skyldmenni. Allir eru skyldir mér í 7. eða 8. ættlið en það er víst erfitt að finna Íslendinga sem eru minna skyldir en það. Annars kemur bara upp error núna hjá þeim, ég er greinilega búin að fletta upp of mörgum.
Takk Auður. Það er gott að vera saknað.
Ég er loksins búin að fá aðganginn minn að Íslendingabók og er búin að vera að dunda mér við það í kvöld að fletta fólki upp. Það virðist sem ég eigi ekki svo mörg skyldmenni. Allir eru skyldir mér í 7. eða 8. ættlið en það er víst erfitt að finna Íslendinga sem eru minna skyldir en það. Annars kemur bara upp error núna hjá þeim, ég er greinilega búin að fletta upp of mörgum.
Takk Auður. Það er gott að vera saknað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home