laugardagur, febrúar 08, 2003

Hið árlega þorrablót heimilisins var haldið í gærkvöldi. Það var reyndar óvenju fámennt en mjög góðmennt. Þegar búið var að úða í sig gömlum skemmdum mat fórum við á djammið. Það tókst vel og ég hitti margt skemmtilegt fólk, þangað til alveg í blálokin þegar jakkanum mínum var stolið. Mikið svakalega varð ég pirruð. Leiðinlega óheiðarlega fólk. Þegar heim var komið um 5 leytið fékk ég mér svo aukaskammt af harðfisk og hákarli og fór síðan að sofa. Nema ég sofnaði ekki. Í alvöru ég sofnaði eeeekki og var vakandi þegar stelpurnar vöknuðu á hádegi. Eftir hádegi náði ég þó að sofna aðeins. Þetta var alveg fáranlegt og þar að auki skelfilega leiðinlegt. Svefnvenjur mínar eru að verða áhyggjuefni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home