þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Hef ekki verið í bloggstuði undanfarið enda lítið verið í vinnunni. Ég var veik alla síðustu viku, fékk leiðinda kvefpest með tilheyrandi hálsbólgu og hósta. Vinnan mín býður ekki upp á annað en að maður sé orðin sæmilega hraustur þegar mætt er aftur til vinnu. Það er ekki gott að brjótast út í hósta í miðju símtali eða sníta sér. Í þessu veikindum náði ég að komast á áður óþekkt stig, ég er orðin hundleið á sjónvarpi og vídjói.

Þegar maður er svona lengi frá vinnu er það óhjákvæmilegt að eitthvað hefur breyst þegar maður kemur aftur til starfa. Að þessu sinni voru breytingarnar nokkuð drastískar, búið að breyta vaktaplaninu og ég komin með nýjan vaktafélaga.
Þetta er þriðja næturvaktinn mín í röð og líka eins gott því ég er gjörsamlega búin að snúa sólarhringnum við. Oft hefur hann verið nokkuð á skjön en aldrei svona. Þegar ég fór að sofa í morgun (eða í gærmorgun þetta verður allt svoldið flókið) var ég ekkert sérstaklega þreytt enda sofið til 18 daginn áður. Ég sofnaði því ekki fyrr en um 10 og vaknaði um kl. 20. Strax eftir þessa vakt kl 9 þarf ég svo að fara á námskeið niðri í landsímahúsi til 12. Þannig að ég fer ekki að sofa fyrr en um kl. 13. Svo að á morgun (réttara sagt í dag þriðjudag) má ég bara sofa nokkra tíma því ég stefni að því að fara svo að sofa á venjulegum tíma um kvöldið.
Þetta er óttalegt tuð en það er ótrúlegt hvað þetta hefur mikil áhrif á mann. Dagsbirta er til dæmis skemmtilegt fyrirbrigði og líka að vita hvaða dagur er án þess að þurfa að hugsa sig virkilega um.

Aha fyrsta syrpan af Friends að byrja á Stöð 2. Nei ég er ekki orðin það leið á sjónvarpi. Best ég nái mér í teppi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home