miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Greinilegt er að samsæri er gegn mér hér í vinnunni. Tvær skemmtanir eru í bígerð, partý hjá deildinni í mars og árshátið hjá fyrirtækinu öllu í apríl. Ég verð á næturvakt í bæði skiptin og ég er ekki á næturvakt nema 2-3 nætur í mánuði. Ég er greinilega hvorki vinsæl meðal starfsfélagana hér né innan fyrirtækisins yfirleitt. Grátur og gnístan tanna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home