föstudagur, febrúar 21, 2003

Ég var veik á mánudag og þriðjudag en það er í annað skipti sem ég verð veik á þessu ári. Það er fáranlegt þar sem ég verð aldrei veik eða varð aldrei veik. Þyrfti sjálfsagt að fá mér einhver vítamín eða eitthvað. Eftir síðustu pest er ég líka hálfhrædd við mat. Ég fékk nefnilega þá verstu magapest sem ég hef nokkurn tímann fengið á ævinni, ég lá inni á klósetti bróðurpart nætur. Svo nú met ég það afar mikils að líða vel í maganum og geri sem allra minnst til þess að storka þvi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home