þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Ég var að lesa bloggið hennar Auðar áðan og þar minntist hún á brúðkaupið hennar Margrétar vinkonu sinnar sem verður næsta sumar að mér skilst. En ég kannast aðeins við Margréti frá því að ég var fyrir norðan í MA. Ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta hér eru viðbrögð mín þegar ég frétti af því að einhverjir sem ég kannast við ætli að gifta sig. Ég hugsa alltaf það sama: Í alvörunni, hvað er fólk að pæla, þau eru svo ung, afhverju ættu þau að gera þetta? o.s.frv. Svo kemur koma aðrar hugsanir: Þóra mín, það er ekki eins og fólkið sé ekki orðið fullorðið, það veit nú alveg hvað það er að gera, það er alveg eðlilegt að gifta sig um 25 ára aldurinn.
En þrátt fyrir allt get ég ekki varist þessum hugsunum, hvað er fólk að pæla? Og það virðist ekkert tengjast því hverjir eru að fara að ganga í það heilaga, það er alveg sama. Vandamálið hlýtur því að vera ég, mér finnst brúðkaup og hjónabönd á einhvern hátt ógnvekjandi. Kannski er þetta ekki óeðlilegt með tilliti til þess að ég hef aðeins verið viðstödd eitt brúðkaup um ævina og það var síðasta sumar. Og helstu fyrirmyndir mínar í lífinu, foreldrar mínir, hafa aldrei séð ástæðu til þess að gifta sig.
Þannig að ég gifti mig sjálfsagt seint, ef einhvern tímann. Eitthvað er það, kærasti, börn og sambúð eru hætt að valda miklum öndunarerfiðleikum en það er eitthvað við brúðkaup og/eða hjónaband sem gerir það. En gangi ykkur öllum, Margréti og öllum hinum, allt í haginn þegar þið takið stóra stökkið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home