sunnudagur, febrúar 16, 2003

Ég horfði eins og svo margir aðrir á júróvísjón í gærkvöldi. Mér finnst þetta framtak hjá sjónvarpinu ágætt, poppa þetta aðeins upp. Það er svo spurning hvort ekki hefði verið nóg að hafa þetta 10 lög eins og í gamla daga, mér fannst keppnin í það lengsta. Nánast óþarft er að minnast á þá félaga Gísla Martein og Loga, afspyrnuleiðinlegt par. Og þeir virtust á stundum vera par, voru stundum að klappa hverjum öðrum á lærið. Það eina sem náði aðeins að kitla hláturtaugarnar var þegar þeir fóru í gömlu búningana.

Að lokum vann svo auðvitað púskurinn, a.k.a. Birgitta Haukdal, bjóst einhver í alvöru við öðru? Ég er viss um að 90% atkvæðanna sem hún fékk komu frá frelsisnúmerum og á næstu dögum á hluti þessara frelsiseigenda eftir að hringja og kvarta yfir því að 300 kall hafi bara "horfið" allt í einu út af númerinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home