miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Ég gerði ljótt áðan. Ekki þó skemmtilega ljótt heldur bara ljótt. Ég fékk mér kók og langloku og er núna í kók og fitu sjokki. Ekki það að ég sé svo hollustuóð en ég er aðeins að reyna að bæta mig. Þegar maður hefur ekki drukkið kók í nokkra daga þá verður maður alltaf hissa hversu ógeðslega sætur þessi drykkur er. Svo...ég verð að fara að hreyfa mig meira.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home