þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Fuglar syngja og sól er í heiði. Þetta er ekki lýsing á veðrinu í dag heldur andlegri líðan minni. Ég vaknaði meira að segja "snemma" í morgun ekki á síðustu stundu eins og venjulega. Þess vegna hafði ég nógan tíma til þess að fara í sturtu, lesa blaðið, labba í vinnuna og hafði samt nógan tíma til þess að fá mér morgunmat þegar í vinnuna var komið. Ég spjallaði líka duldið við annan sambýling minn í morgunsárið sem frétt til næsta bæjar eins og þeir sem þekkja mig vita. Venjulega er ég ekki samræðuhæf fyrsta klukkutímann eftir að ég vakna. Mikið er allt indælt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home