fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Búin að vera í smá nostalgíufílingi í morgun. Fór inn á vef MA þar sem er margt að skoða. Skoðaði m.a. myndir frá Gamla skóla og Hólum. Gamli skóli hefur lítið breyst skv. venju en ég sá að búið er að mála í kvosinni á Hólum og bæta við listaverkum. Ég sá líka að það eru að mestu sömu kennarar við skólann og voru fyrir fimm árum síðan. Það verður skondið að koma þarna aftur á stúdentsafmælinu í vor.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home