Vá, ég hef ekkert bloggað í viku. Ég veit ekki alveg hvað veldur, sjálfsagt bara mín alkunna leti og ómennska. Desembermánuður gerir mig alltaf svo þunga eitthvað (nú er ég að tala um andlega ekki líkamlega). Það er svo margt að gera og þar að auki flest að því skemmtilegt en ég kem mér ekki að því að gera neitt. Þannig að sjálfsagt endar þetta eins og venjulega að ég kaupi allar jólagjafirnar á hlaupum og læt skipta um dekk daginn sem ég fer norður.
Um síðustu helgi var jólaglögg hjá Símanum og ég ætlaði að fara í fyrsta skipti. Hingað til hef ég nefnilega alltaf verið í ritgerðarmaraþoni á þessum tíma. En sökum áður nefndar leti og ómennsku fór ég ekki neitt og fór bara snemma að sofa. Á laugardagskvöldið fengum við meðleigjendur mínir svo þá góðu hugmynd að fá okkur af hvítvíninu sem var til inn í ísskáp. Til þess að gera langa sögu stutta drukkum við báðar hvítvínsflöskurnar, fórum síðan út og fengum okkur meiri veigar. Ég kom ískyggilega seint heim um nóttina. Dagurinn eftir var þar af leiðandi mjög gleðiríkur í alla staði, ég minntist þess hvers vegna ég geri þetta sjaldnar en áður fyrr.
Um síðustu helgi var jólaglögg hjá Símanum og ég ætlaði að fara í fyrsta skipti. Hingað til hef ég nefnilega alltaf verið í ritgerðarmaraþoni á þessum tíma. En sökum áður nefndar leti og ómennsku fór ég ekki neitt og fór bara snemma að sofa. Á laugardagskvöldið fengum við meðleigjendur mínir svo þá góðu hugmynd að fá okkur af hvítvíninu sem var til inn í ísskáp. Til þess að gera langa sögu stutta drukkum við báðar hvítvínsflöskurnar, fórum síðan út og fengum okkur meiri veigar. Ég kom ískyggilega seint heim um nóttina. Dagurinn eftir var þar af leiðandi mjög gleðiríkur í alla staði, ég minntist þess hvers vegna ég geri þetta sjaldnar en áður fyrr.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home