Ég hef verið afskaplega löt að blogga síðustu dagana þrátt fyrir að hafa verið ótæpilega mikið í vinnunni. En ef það er einhver dagur sem krefst skrifta þá er það dagurinn í dag. Einhvern veginn fer maður alltaf að hugsa árið sem er næstum liðið og næsta ár.
Jólin voru annars afskaplega ljúf. Allir í góðum gír, pabbi kom á óvart með stærsta jólatréi sem sést hefur heima og setti einnig met í ljósaskreytingum, fyrstu alvöru jólin hennar Tönju sem spókaði sig í gömlum jólakjól af mér, laufabrauðsbakstur á Þorláksmessukvöld í fyrsta skipti sem allir tóku þátt í og tókst vel, afskaplega góður matur, vel heppnaðar jólagjafir bæði til og frá, Trivial var spilað af miklum krafti, jólaboðið á jóladag var það skemmtilegasta í manna minnum.
Eftir þessa upptalningu verð ég að telja til hina fáu veiku punkta. Frekar köld sturta á aðfangadag vegna þess að ég var síðust í sturtu og það er ekki hitaveita heima, jóladagsmorgun en þá fékk ég svakalega í magann og ældi og spúði fram eftir degi. Annað var það ekki.
En svo þurfti ég að fara aftur hingað í borg óttans á annan í jólum. Það var ekkert sérstaklega ánægjulegt. Ég er ekki búin að gera neitt annað þessa daga en að vinna og aftur vinna. Ekki að það hafi verið svo erfitt, það er ekki búið að vera mikið að gera. En nú er að birta til aftur því á eftir fer ég aftur heim. Reyndar verða Birna og Sindri ekki heima um áramótin en ég hitti þau samt áður en ég fer aftur suður.
Jólin voru annars afskaplega ljúf. Allir í góðum gír, pabbi kom á óvart með stærsta jólatréi sem sést hefur heima og setti einnig met í ljósaskreytingum, fyrstu alvöru jólin hennar Tönju sem spókaði sig í gömlum jólakjól af mér, laufabrauðsbakstur á Þorláksmessukvöld í fyrsta skipti sem allir tóku þátt í og tókst vel, afskaplega góður matur, vel heppnaðar jólagjafir bæði til og frá, Trivial var spilað af miklum krafti, jólaboðið á jóladag var það skemmtilegasta í manna minnum.
Eftir þessa upptalningu verð ég að telja til hina fáu veiku punkta. Frekar köld sturta á aðfangadag vegna þess að ég var síðust í sturtu og það er ekki hitaveita heima, jóladagsmorgun en þá fékk ég svakalega í magann og ældi og spúði fram eftir degi. Annað var það ekki.
En svo þurfti ég að fara aftur hingað í borg óttans á annan í jólum. Það var ekkert sérstaklega ánægjulegt. Ég er ekki búin að gera neitt annað þessa daga en að vinna og aftur vinna. Ekki að það hafi verið svo erfitt, það er ekki búið að vera mikið að gera. En nú er að birta til aftur því á eftir fer ég aftur heim. Reyndar verða Birna og Sindri ekki heima um áramótin en ég hitti þau samt áður en ég fer aftur suður.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home