þriðjudagur, desember 10, 2002

Ég er ekki mjög trúuð eða kirkjurækin manneskja. En á sunnudaginn var, fór ég í kirkju. Fyrir aftan okkur í kirkjunni sátu þrjár gelgjur svona á fermingaraldrinum og þær gátu bara ekki látið gsm símana sína vera. Meðan presturinn var að predika sátu þær og sms-uðu á fullu, það heyriðst reyndar ekkert mjög mikið en eftir 10 mín af þessu stöðuga pikki var ég að verða brjáluð. Svo að ég, freka tíkin, snéri mér að þeim og sagði þeim að hætta þessu og þar sem ég er svo grimm og vond kona þorðu þær ekki öðru en að hætta þessu.
Mér finnst þetta alveg ótrúlegt virðingarleysi. Ef þú á annaðborð ferð í kirkju getur þú bara drullast til þess að haga þér, sitja kjurr og hlusta. En allavega það sem eftir var af messunni naut ég þess að hlusta án pirrandi truflana. Ég fékk meira segja að heyra lagið Helga nótt, afskaplega jóla- og hátíðlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home