Úff, ég er afskaplega syfjuð í dag. Vakti til hálf þrjú í gærkvöldi. Ég er búin að vera afskaplega dugleg þessa tvo daga. Ég skipti loksins um dekk og keypti allar jólagjafir nema tvær. Það var reyndar óvenju mikið núna þar sem ég tók að mér að kaupa fyrir ömmu og afa jólagjafir handa foreldrum mínum, systur og mági. Einnig keypti ég gjöfina frá mömmu til pabba og sömuleiðis fyrir pabba.
Það verður því gríðarleg pressa á aðfangadagskvöld þar sem ég ber ágyrgð á óvenjumörgum gjöfum þetta árið.
Ég er því búin að fara í x2 í Kringluna, á Laugaveginn og meira segja einu sinni í Smáralindina. Það er ekki oft sem ég fer alla leið í annað sveitafélag til þess að versla. Þegar ég kom svo heim um sjö leytið í gær ákvað ég að taka því rólega og horfði á vídjó. En þegar það var búið fann ég mig knúna til þess að þvo eina vél og pakka inn nokkrum jólagjöfum. Ég varð eiginlega að gera það því ég er afskaplega léleg í því að pakka inn hlutum og það tekur mig afskaplega langan tíma. Ég varð því að byrja á þessu í dag svo að ég nái að fylgja hinni ströngu áætlun minni fram að heimferð. Því ég ætla að leggja af stað heim í birtingu á laugardaginn, svona um 11, og það verður að standast.
Hér kemur áætlunin:
19. des: 10-19 vinna. 19-21 fara einu sinni en í Kringluna og kaupa þessar tvær gjafir sem
eftir eru. 21-23 Pakka inn jólagjöfunum sem eftir eru. 23-24 afslöppun. 24-8 sofa.
20. des: 8-9 vakna í rólegheitum. 9-10 fara í Sorpu með marga poka af dósum og flöskum.
10-13 fara til ömmu með jólagjafirnar hennar og aðstoða við pökkun, snapa
hádegisverð. 13-14 frjáls tími. 14-23 vinna. 23-1 afslöppun. 1-8 svefn.
21. des. 8-10 vakna og pakka niður. 10-11 fara í lokabúðarferð, aðallega ætluð til
matvörukaupa. 11-14 Keyra heim í heiðardalinn. 14 Komið í mark. Game over.
Mér líður alltaf betur þegar ég er búin að búa til lista.
Það verður því gríðarleg pressa á aðfangadagskvöld þar sem ég ber ágyrgð á óvenjumörgum gjöfum þetta árið.
Ég er því búin að fara í x2 í Kringluna, á Laugaveginn og meira segja einu sinni í Smáralindina. Það er ekki oft sem ég fer alla leið í annað sveitafélag til þess að versla. Þegar ég kom svo heim um sjö leytið í gær ákvað ég að taka því rólega og horfði á vídjó. En þegar það var búið fann ég mig knúna til þess að þvo eina vél og pakka inn nokkrum jólagjöfum. Ég varð eiginlega að gera það því ég er afskaplega léleg í því að pakka inn hlutum og það tekur mig afskaplega langan tíma. Ég varð því að byrja á þessu í dag svo að ég nái að fylgja hinni ströngu áætlun minni fram að heimferð. Því ég ætla að leggja af stað heim í birtingu á laugardaginn, svona um 11, og það verður að standast.
Hér kemur áætlunin:
19. des: 10-19 vinna. 19-21 fara einu sinni en í Kringluna og kaupa þessar tvær gjafir sem
eftir eru. 21-23 Pakka inn jólagjöfunum sem eftir eru. 23-24 afslöppun. 24-8 sofa.
20. des: 8-9 vakna í rólegheitum. 9-10 fara í Sorpu með marga poka af dósum og flöskum.
10-13 fara til ömmu með jólagjafirnar hennar og aðstoða við pökkun, snapa
hádegisverð. 13-14 frjáls tími. 14-23 vinna. 23-1 afslöppun. 1-8 svefn.
21. des. 8-10 vakna og pakka niður. 10-11 fara í lokabúðarferð, aðallega ætluð til
matvörukaupa. 11-14 Keyra heim í heiðardalinn. 14 Komið í mark. Game over.
Mér líður alltaf betur þegar ég er búin að búa til lista.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home