mánudagur, desember 16, 2002

Þetta er mikill merkisdagur. Hildur vinkona á afmæli í dag, 24 ára. Siggi frændi á líka afmæli, hann er sextugur í dag. Einhverra hluta vegna man ég líka að hún Sigrún á Felli á líka afmæli í dag. Ég veit ekkert hvað hún er gömul og þekki hana voða lítið vann bara með henni í rækjunni heima. Hún er helst þekkt fyrir það að hafa eignast heil 12 börn um ævina og var yngsta dóttir hennar með mér í bekk í grunnskóla.
Til hamingju með afmælið öll.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home