miðvikudagur, desember 11, 2002

Þetta er annars merkilegt með veðrið. Það er kominn 11. desember og ég hef ekki séð snjó, næsta sem ég hef komist þvi eru hélaðar gangstéttir. Venjulega kemur fyrsti snjórinn í september, síðasta lagi október. Ekki það að ég vilji fá snjó, alls ekki. Í mínum heimahögum þýðir snjór að ekkert er hægt að gera sökum ófærðar og illviðris. Heima hjá mér snjóar nefnilega í skafla en ekki jafnt yfir allt eins og t.d. á Akureyri. Snjóleysið er því bara ágætt.
Ég verð þó að viðurkenna að það væri allt í lagi að fá smá akureyríska jafnfallna föl heima yfir hátíðirnar svona stemningarinnar vegna.

Fyrst ég er nú byrjuð að tala um snjó. Munurinn á snjónum á Akureyri og heima fellst aðallega í því hvernig hann leggst þ.e. hversu mikill vindur er og af hvaða átt þegar snjórinn fellur. Heima eru þetta heilmikil vísindi hvernig skaflarnir verði þetta árið. Þá er tekið mið af ríkjandi áttum og hvernig fyrirstaðan, t.d hús og girðingar, hefur breyst. En snjórinn sem slíkur er ósköp svipaður. Svo kom ég til höfuðborgarinnar og upplifði minn fyrsta vetur hér og snjórinn var allt öðruvísi. Hann er mun leiðinlegri en norðlenski snjórinn. Þetta er eiginlega ekki snjór heldur hvít rigning. Maður verður allur blautur og ógeðslegur, það er ekki hægt að bursta hann af sér með góðu móti. Þetta skýrist auðvitað að því að hér er rakara og hlýrra en heima.

En semsagt að lokum eftir allt þetta tuð um snjór, vonandi helst tíðin svona fram á vor!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home