laugardagur, desember 07, 2002

Þegar ég verð stór og eignast börn ætla ég að eiga allt Astrid Lindgren safnið og gera það að skyldulesningu. Lestri á bókum Enid Blyton verður hins vegar stillt í hóf, ég las eina ævintýrabók fyrir nokkrum árum og fannst hún leiðinleg með afbrigðum. Þó verður að passa upp á það að börnin fái gersemar Lindgren í hendurnar á réttum tíma, það skiptir öllu máli. Ég fékk Ronju Ræningjadóttur í jólagjöf jólin 1986, þá 8 ára gömul. Ég man að ég sat í ruggustólnum allan jóladag og kláraði bókina, allar rúmu 200 blaðsíðurnar, þetta var mikið afrek. Bókin heillaði mig upp úr skónum og þetta var í fyrsta skipti sem ég upplifði það að festast yfir bók sem hefur svo gerst ítrekað síðan.

Svo eru það bækur sem ber að forðast með öllu, vondar bækur. Gott dæmi um þetta eru dagbækurnar svokölluðu eftir Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur. Rusl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home