Annar sambýlingur minn á ákaflega erfitt með að vera einn. Þess vegna þegar hún vaknaði rétt fyrir hádegi í morgun kom hún og vakti mig og skreið síðan upp í til mín þegar ómögulegt reyndist að fá mig til þess að fara á fætur. Þetta var ekki mjög hentugt þar sem rúmið mitt er aðeins 90 cm breitt. Þannig að lokum fékkst ég til þess að fara á fætur og meira segja fara í gönguferð í bæinn til þess að losna við þynkuna. Það virkaði reyndar nokkuð vel, ferskt loft er greinilega allra meina bót.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home