miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Sökum þess gríðarlega þyngdartaps sem ég hef orðið fyrir ákvað ég að reyna að bæta mér það upp sem allra fyrst og tók því þann kost að fá mér langloku og kók í hádegismat. Þetta kemur reyndar líka til af því að ég er ósköp syfjuð í dag, fór ekki að sofa fyrr en rúmlega 4 í nótt og vaknaði kl 9 í morgun. Það er fjandi erfitt að snúa sólarhringnum eftir fjandans næturvaktirnar.

Ég hef tekið eftir því þegar ég les annnara manna blogg að ég virðist vera alveg einstaklega innhverf í skrifum mínum. Hér tala ég nær eingöngu um sjálfa mig og það sem gleður mig og pirrar mig hverju sinni. Meira að segja nánustu ættingjar og vinir fá lítið pláss t.d. var ég í fyrsta sinn í dag að minnast á meðleigjanda minn og vinkonu til margra ára, Bergþóru, sem þó er sú manneskja sem ég umgengst mest.
Enn minna tala ég þó um þjóðmálin. Ég læt mig engu skipta hvað Davíð er vondur við allt og alla, prófkjörssvindl og hneyksli minnist ég ekkert á og ófriðurinn í Palestínu er fjarri mér. Ég ætla að reyna að bæta mig og segja frá öllu mínu fólki nær og fjær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home