laugardagur, nóvember 16, 2002

Nú erum við að horfa á box í sjónvarpinu. Fyrsta opinbera íslenska boxkeppnin að mér skilst. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta ekkert voðalega spennandi, þeir eru bara að reyna að kýla hvorn annan. Núna er keppni milli tveggja 15 ára stráka íslensks stráks að nafni Axel og einhvers kana sem heitir Gary. Í þessari lotu er Axel víst að sækja sig. Er nú ekki svoldið sick að láta tvo 15 ára stráka keppa? Þeir eru svo ungir finnst mér. Rétt í þessu var verið að úrskurða að hann Gary hefði unnið, það var víst verðskuldað skv. Bubba. En skv. sömu heimild hefur hann Axel hjarta eins og búrhveli. Hvað sem það nú þýðir????

Jæja loksins eitthvað af viti, Jón Gnarr er kominn á sviðið, kannski verður hann skemmtilegri en þetta box. Annars virðast Breki og Ómar vera hrifnastir af kerlingunni sem gengur um með spjald sem stendur á hvaða lota er að byrja. Hún er alveg eins og í útlenska boxinu, lítt klædd eins og virðist tíðkast almennt í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home