laugardagur, nóvember 16, 2002

Morguninn var erfiður. Ég vakti til næstum 4 í nótt og horfði á vídjó, gat bara ekki farið beint að sofa þegar ég kom heim úr vinnunni kl. 1. Svo vaknaði ég í morgun kl. 9 við hamarshögg. Það er semsagt verið að byggja bílskúr í garðinum mínum og glugginn minn vísar út að nýbyggingunni. Ég bý í 100 ára gömlu húsi svo að gluggar og veggir eru ekki mjög þykkir og þéttir. Ég varð því að flýja mitt heittelskaða rúm og fram í stofu og svaf á sófanum. Klukkan 12 vaknaði ég svo með bakverki því sófinn er ekki sá þægilegasti. Ég verð að fá mér eyrnatappa, verst að ég týni þeim alltaf.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home