Mánudagur til mæðu. Það lýsir mínum degi vel. Það er allt of mikið að gera í vinnunni svo að ég hef engan tíma til þess að blogga, er að stelast til þess að skrifa þetta. Allir hafa geymt símavandræði sín yfir helgina og drífa síðan í því að hringja í dag. Ég gerði ekkert í gær, fór semsagt ekki í búðir. Ég leit út um gluggann þegar ég vaknaði og tók snarlega þá ákvörðun að þetta væri innidagur. Ekki bætir það nú skapið að ég er gjörsamlega búin að snúa sólarhringnum við vegna asnalegu vaktanna á föstudags- og laugardagskvöld. 17-1 hvað er það??? Auðvitað fer maður ekki að sofa strax og maður kemur heim. Og svo þarf ég að vakna í fyrramálið því þá er ég á venjulegri dagvakt sem þýðir að ég verð lítið sofinn og þar með pirruð í vinnunni á morgun. Ohh þetta líf, eilíft nöldur og nagg.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home