fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Hvers vegna eru sumir hér í borg búnir að setja aðventuljós út í glugga? Það er allt í lagi mín vegna að fólk setji upp seríur mánuðum fyrir jól en aðventuljósin eru aðventuljós og þau á að setja upp fyrsta sunnudag í aðventu og ekki degi fyrr. Ég var alin upp við það að kveikja ætti á jólaljósum rétt fyrir jólin, 22. eða 23. des. Þetta virðist hafa elst bæði af mér og foreldrum mínum, ég ætla að setja upp seríur núna í byrjun desember. Pabbi og mamma bíða eitthvað lengur býst ég við en svona eftir 10. held ég að þeim finnist óhætt að skreyta. Ennn það gildir annað með aðventuljós því þau eru ekki eins og annað jólaskraut. Þetta er eins og að fá sér aðventukrans og byrja að kvekja á kertunum í byrjun nóvember og skipta síðan bara um kerti. Eða hitt að fá sér aðventukrans með til að mynda 6, 8 eða 10 kertum og ,,lengja" þannig aðventuna.
Nei, allt í lagi að byrja snemma að skreyta og lýsa og spila jólalögin en aðventuna og það sem henni tilheyrir má vera í friði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home