sunnudagur, nóvember 24, 2002

Ég er búin að búin að gera allar beiðnir sem þurfti að gera, taka til í eldhúsinu og setja í uppþvottavélina, tala við nokkra símnotendur í misgóðu ásigkomulagi, horfa á Erin Brokovich, drekka kók og borða popp, tala við Breka vinnufélaga minn, fara á ýmsar misskemmtilegar síður á netinu, hugsa dágóða stund um það hvað ég eigi nú eiginlega að gera í framtíðinni, horfa á tónlistarmyndbönd á popptíví, lesa Undirtóna. Ég er bara að verða uppiskroppa með verkefni og það eru rétt um þrír tímar eftir af vaktinni. Reyndar er sjötta Star Wars myndin að byrja á Bíórásinni en ég hef aldrei verið mikill aðdáandi þeirra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home