Óbrigðult merki um að jólin séu að nálgast er þegar bókatíðindi berast inn um bréfalúguna hjá manni. Reyndar er þetta eitt af þvi fáa ánægjulega sem kemur inn um lúguna þessa dagana, þvílíkt ógrynni af ruslpósti. Ég tók bókatíðindin með mér í vinnuna og nú er ég skv. venju að merkja með krossi þær bækur sem mig langar í. Ég tek mér langan og góðan tíma í þetta og les um flestallar bækurnar. Við þetta kemst ég í svo mikið jólaskap að ég er jafnvel að hugsa um að kíkja í búðir á morgun þar sem ég er ekki að vinna. Nú ætla ég nefnilega að skreyta heima og meira að segja hengja upp jólaseríurnar sem ég keypti í fyrra. Ég ætla líka í aðventumessu einhvers staðar, bara til þess að heyra Heims um ból live. Það er munur að geta verið svona afslappaður fyrir jólin, engin próf eða neitt. Kannski tek ég upp á því að baka smákökur. Birna systir er reyndar byrjuð að baka, þ.e. um síðustu helgi bakaði hún þrefalda uppskrift af súkkulaðibitakökum og þær kláruðust á tveimur dögum. En hún er reyndar svo mikill nammigrís.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home