laugardagur, nóvember 24, 2007

Smá tips hérna til þeirra sem hyggja á ferðalög til útlanda á næstunni:

  • Verið búin að útvega ykkur plastpoka með rennilás eða "zip-lock bag" eins og hann kallast á útlenskunni. Maður þarf jú að setja allan vökva ofan í svona poka fyrir öryggistékkið en þeir eru hættir að láta mann fá svona poka í tékkinu. Ég var semsagt send niður í 10/11 þar sem ég átti að kaupa svona poka en þar voru þeir búnir. Jamm, frekar heimskulegt.
  • Þeir sem fóru í gegnum Kastrup (alveg örugglega fjölfarnasti flugvöllur erlendis meðal Íslendinga) í sumar muna kannski eftir því að í vopnatékkinu var manni lofað að maður yrði ekki lengur en 7 mínútur í gegn og það sem meira var, það stóðst. En ekki lengur, ég stóð í röð í rúman hálftíma á fimmtudaginn. Og sé það lagt saman við tímann sem tekur að bíða í röðinni við "check-in" þá er þetta orðin fáranlega langur tími.

Malmö var annars fín og seminarið líka. Utanlandsferðum lokið að sinni.

Stal myndunum hér að neðan frá Birnunni.Systkinin heima á ströndinni
Atli og pabbi

Tanja og mamma

laugardagur, nóvember 17, 2007

Þetta er nú að verða hálf klént hérna, næ varla einni færslu á mánuði. Sit annars heima í sófa og horfi á Skógardýrið Húgó með Guðjóni nokkrum Dunbar. Þetta er mynd númer 2 um skógardýrið, erum búin með númer 1. Í dag hef ég líka farið í ræktina, horft á bókmenntaþáttinn Kiljuna, þrifið baðherbergið okkar, sett í tvær vélar og bráðum stend ég upp til að fara að elda kvöldmatinn. Jamm, þetta er alveg skelfilega heilbrigt allt saman. Það skal þó tekið fram svo engan fari að gruna að ég sé orðin settleg miðaldra húsmóðir fyrir aldur fram að ég djammaði um síðustu helgi, bæði kvöldin. Ó, sei, sei, já þetta var tekið á hörkunni, drukkið ofan í þynnkuna frá deginum áður. Hélt satt að segja að ég gæti þetta ekki lengur en maður kemur sjálfum sér stöðugt á óvart.

Á miðvikudaginn fer ég til Svíþjóðar, Malmö. Ég gisti bara eina nótt og verð bara tvo daga frá vinnu, hef aldrei farið í svona stutta ferð til útlanda. Spurning um að reyna að ná að kaupa einhverja jólagjafir.

Stelpurnar ætla út í kvöld, ég ætla svo ekki með þeim.

Þangað til í desember.