sunnudagur, október 14, 2007

Drykkja, þriðju helgina í röð. Öðruvísi mér áður brá. Fór í áttræðisafmæli til ömmu í gærkvöldi. Ofboðslega góður matur og mikil gleði. Vann í bingó, tvisvar sinnum. Heppin í spilum, óheppin í ástum... þið vitið. Sleppti desertnum og fór í teiti til góðra vina og svo í bæinn. Keypti mér líka bæði skó og jakka í Smáralindinni í gær.

Drykkfelld eyðslukló, hin nýja ég.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ læk itt!

/Þórunn.

7:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home