þriðjudagur, september 25, 2007

Poznan er falleg borg, gamli miðbærinn sérstaklega. En hótelið okkar er ekki svo fínt, ekki á mælikvarða hinna velmegandi norðurlandabúa allavega. Herbergið mitt er í svona "soviet style" eins og ég kýs að kalla það, hefur sjálfsagt verið ægilega fínt á 7. áratugnum. Þemað er brúni liturinn, allt er brúnt, líka ljóti panellinn á veggjunum. En svona er þetta, Pólverjarnir segja þetta vera fínt hótel.

Jæja, verð að haska mér, held kynningu um dásemdir Íslands eftir fimm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home