þriðjudagur, júní 05, 2007

Í fyrramálið er ferðinni heitið til Köben, þaðan fer ég svo til Sevilla eldsnemma á fimmtudagsmorguninn. Það verður ljúft að komast úr rigningunni hér í Reykjavík þó ég hafi svosem fengið smá forsmekk af góða veðrinu heima á ströndinni um helgina síðustu. Ég á samt í svolitlum erfiðleikum með að pakka fyrir ferðina, hverju klæðist maður á sæmilega virðulegri ráðstefnu í rúmlega 30 stiga hita? Ég veit að ég verð mikið inni og ég geri fastlega ráð fyrir loftkælingu en maður fer nú vonandi eitthvað út. Jamm, ég veit að þetta er algjört lúxusvandamál.
Farin að pakka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home