föstudagur, ágúst 25, 2006

Skrapp til Reykjavíkur í fyrradag með pabba. Stoppaði í bænum í rétt þrjá tíma en þeim var vel varið. Boðaði nánustu vini mína til fundar við mig niðri í bæ, ég hvorki nennti né hafði tíma til þess að hendast eitthvert í heimsóknir. Fórum á Óliver og þar fékk ég eitt allra besta kjúklingasalat sem ég hef smakkað. Mæli eindregið með staðnum.

Er að hugsa um að skella mér norður á eftir og svo kannski í Mývatnssveitina á morgun. Þar verður nefnilega góða veðrið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home