mánudagur, ágúst 14, 2006

Leita á náðir ykkar, hinna fáu en alvitru lesenda minna. Þegar rafmagnslínur slakna og lafa því óvenju mikið, hvort gerist það í miklum hita eða kulda? Við systurnar rökræddum þetta á leiðnni niður Holtavörðuheiðina á laugardaginn og erum ekki sammála þó það verði að segjast að hennar rök hafi virst vísindalegri en mín. Rök mín fyrir slökum línum í frosti er eingöngu byggð á "tilfinningu", finnst ég hafa séð þetta.

Og alveg rétt Helga, það er ekkert komið haust, fínt veður á Melum um helgina. Það verður þó að segjast að veðrið er rustalegt svo ég segi ekki haustlegt á Ströndinni í dag. En það á eftir að batna eftir því sem kántrýdagarnir nálgast.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Rafmagnslínur dragast saman í frosti en slakna í hita :-) Treysti mér ekki alveg til að útskýra svona í skriflegu máli hér, en þetta er voða rökrétt í huganum á mér og man alveg eftir því þegar ég var að læra þetta í eðlisfræðinni forðum daga! ;-)

12:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þóra, ég er nánast hneyksluð! Flest efni þenjast í hita og það gera rafmagnslínur líka og þess vegna verða þær þá lengri og hanga lengra niður. Þú getur lagt þetta á minnið með að hugsa um hitamæla. Kvikasilfrið í hitamælum þennst út við hita, ergo: því meiri hiti, því meira þennst efnið út og því meira sýnir mælirinn.

9:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl frænka.

Mig minnir að eina efnið sem þenst út við frystingu sé vatn (þess vegna koma frostsprungur í jörð og byggingar). Allt annað dregst saman við frystingu. Bestu kveðjur frá London

9:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home