föstudagur, desember 30, 2005

Jólin búin að vera fín eftir að ég komst loksins á áfangastað síðdegis á þorlák. Mamma splæsti á mig flugi til Akureyrar þar sem ég hitti fyrir systur mína og mág. Við fórum svo á ströndina eftir að hafa lokið við síðustu jólagjafakaup. Jólin voru annars nokkuð hefðbundin. Helsta frávikið var að ekkert svín var etið heldur kalkúnn í staðinn. Ég er annars orðin nokkuð svöng í lamb en veit ekki hvort ég fæ það þar sem ég ætla að eyða áramóutnum hjá Birnu systur. Ætla semsagt að flýja ströndina yfir áramótin vegna þess að síðustu áramót voru svo yfirmáta leiðinleg. Vona bara að ég þoli sprengingarnar á gamlárskvöld, hef aldrei verið mikið fyrir þessi flugeldalæti.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu!
Þórunn og Helgi.

7:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Þóra mín. Það væri nú gaman að heyra einhverjar fréttir af þér mín kæra kennslukona. Sakna þín!
Kveðja,
Þórunn.

9:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta bara dautt mál hérna?

3:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home