þriðjudagur, desember 20, 2005

Úff, stressið hefur haldið innreið sína af fullum þunga. Vörnin á morgun og þá er að duga eða drepast. Væri gaman að ná einkuninni eitthvað upp þar því ég er hrædd um að einkunninn fyrir sjálfa ritgerðina sé ekkert spes. En þetta kemur í ljós og ég verð bara að passa mig að láta ekki stressið fara með mig meðan á vörninni stendur.

Allt líka að verða tilbúið fyrir brottför á morgun, ætla að pakka að mestu í kvöld. Svo er það bara bless, bless Álaborg kl. fimm á morgun þegar ég stíg upp í rútu til Köben. Ætli ég eigi einhvern tímann aftur eftir að koma Áló? Svolítið skrítið allt saman, enn einu tímabilinu að ljúka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home