föstudagur, október 07, 2005

Vaknaði alveg eldsnemma í morgun eða kl. 7 til að líta eftir guðsyninum. Hann hagaði sér óaðfinnanlega eftir að hafa mótmælt brottför foreldra sinna kröftuglega í nokkrar mínútur.
Sendi uppkast af ritgerðinni til supersins í gærkvöldi og var búin að fá svar frá honum 7 í morgun. Mér til mikillar gleði hefur hann tíma til að hitta mig um leið og kem út. Svo er bara að vona að hann geri ekki allt of miklar athugasemdir þannig að ég þurfi ekki að eyða of löngum tíma í Áló.
Það eru því engar skriftir þessa helgina og þess vegna ætla ég að skreppa til Akureyrar. Þarf að tékka á tveimur smáatriðum á amtinu og dekra aðeins Tanusinn.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið gamla mín, ástarkveðja Auður og Minna

3:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home