miðvikudagur, október 26, 2005

Það er víst frost heima og spáir hríðargargi um helgina. Hér er hins vegar um 15 stiga hiti, sól og smá vindur. Spáir 18 stiga hita á föstudaginn. Þetta er víst líka eitt heitasta haust í Danmörku í 20-30 ár. Ég man að á þessum tíma fyrir tveimur árum var skítakuldi, kom meira að segja smá snjór í október.
Annars eru veðurfréttir hér á sumum sjónvarpsstöðvum svoldið skrítnar. Einhverra hluta vegna þykir það "svalt" að segja fréttir af veðri utandayra. Veðurfréttamaðurinn er þá misvel klæddur allt eftir því hvernig vindar blása. Kannski á þetta vel við viðfangsefnið en mér finnst þetta alltaf frekar heimskulegt enda frekar praktísk manneskja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home