mánudagur, apríl 04, 2005

Jæja, held að nóg sé að verða komið að heimildasöfnun í bili. Stefni því að heimferð á morgun og hefst þá lestur þess sem ég hef sankað að mér hér. Er líka alveg búin að fá nógan Reykjavíkur skammt. Það er ekki gaman að vera gestur í borg nema maður eigi nógan pening og svona. Almenningssamgöngur hér í borg eru líka náttúrulega bara hlægilegar svo ekki sé kveðið fastara að orði. Mér hefur liðið svoldið eins og útlendingur hér þessa daga, útlendingur sem talar málið og ratar óvenju vel. Ég hef líka hagað mér dáldið eftir því, heimsótti meðal annars nýja þjóðminjasafnið í gær. Það var reyndar mjög fínt og eyddi ég þar góðum tveimur tímum. En eftir sólarhring verð ég komin heim í sveitina sem er gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home