miðvikudagur, október 13, 2004

Mætti glerfín í vinnuna í morgun, lét mig meira að segja hafa það að fara í nælon. Um þrjú leytið var svo haldið af stað með T-baninu, lestinni semsagt, heim til sendiherrans. Þetta var agalega fínt, gamalt og stórt hús. Byggt víst um 1830 af einhverri skipasmíðafjölskyldu. Við fengum túr um hin mörgu herbergi á þremur hæðum hússins en ég var hrifnust af eldhúsinu því þar væri hægt að elda 10 saman og hafa aðra 10 í eldhúsinu líka. Sjálfur kokteillinn fór svo fram í "poolroominu". Ó, já, já þetta er svona herbergi þar sem hægt er að ýta á einhvern taka og þá lyftist gólfið og sundlaug birtist. Gólfið var reyndar á sínum stað núna. Þetta var semsagt allt voða fínt og flott en að sama skapi leiðinlegt. Ég og Hulda ákváðum því að stinga af við fyrsta tækifæri og fórum í annað boð heima hjá ísl. sendiherranum. Það var mun betra. Þar talaði fólk íslensku og átti góðan pinnamat og svona. Fékk meðal annars hrátt hangikjöt einhvers konar á heimabökuðu rúgbrauði. Alveg syndsamlega gott. Sendifulltrúinn hann Skafti keyrði okkur svo heim til Huldu (og fyrir þá sem til þekkja til þá er hann svona skáfrændi minnm, mágur pabba er mágur hans) og við Hulda tókum gott spjall. Á endanum klifraði ég svo upp á bysykkel og hjólaði heim. Það hefur verið sjón að sjá mig í pilsi, nælonsokkabuxum, fínum skóm og svo með trefil, húfu og vettlinga hjóla þetta. En maður verður að búa sig vel, hitinn að færast ískyggilega nálægt frostmarki hér í Osló.

Mér finnst bara mjög "koseligt" hér í Osló.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home