þriðjudagur, júní 22, 2004

Lítið að gerast. Lagði smá land undir fót um helgina og fór því ekki á netið í næstum fjóra sólarhringa. Mér klæjaði í fingurna í gærkvöldi að skoða mailið mitt.

Begga átti afmæli á föstudaginn var, 26 ára kerlingin. Ég hafði ekki tök á því að hringja í hana um helgina en geri það núna seinnipartinn í dag. Hún heldur örugglega að ég sé búin að gleyma sér en það er nú lítil hætta á því. Verður ekkert smá gaman þegar hún kemur heim núna í ágúst.

Búið að fjárfesta í gasgrilli hér á heimilinu. Nú er semsagt hægt að fara grilla að einhverju viti loksins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home