föstudagur, júní 04, 2004

Í kvöld gerðist ég alvöru Dani enda ekki seinna vænna. Ég ásamt mínum elskulegu nágrönnum, Þórunni og Helga, hjólaði í bæinn. Þar röltum við um og skoðuðum fólkið og búðir en í dag var allt opið til 12 og því mikil stemning í bænum. Eftir röltið var svo að sjálfsögðu sest niður og fengið sér öl.

Í dag komst það svo líka á hreint að ég fer til Noregs á miðvikudagsmorguninn og tek því næturlest til Köben á þriðjudagskvöldið. Hvenær ég kem svo heim á klakann er ekki alveg komið á hreint en það verður væntanlega á fimmtudag, föstudag. Það er ekki laust við að því fylgi ákveðinn tregi að fara frá Álaborginni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home