fimmtudagur, júní 03, 2004

Fór og útréttaði eins og ég ætlaði, fór meðal annars á folkeregistredet til þess að skrá mig út úr landinu. Bráðum verð ég aftur heimilisfastur Skagstrendingur. Fór svo til Þórunnar sem rúntaði með mig upp í skóla og hélt henni svo félagsskap yfir próflestrinum. Lágum úti í sólinni í nokkra tíma og það var bara æðislegt. Ég held ég verði fallega rauð á morgun. Afskaplega gott að slappa svona af og gera eitthvað allt annað en að læra. Núna á svo að fá sér steik, ég er í kjötþörf.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home