þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Meikaði ekki sambandsleysið. Er ekki alveg upp á mitt besta og ákvað því bara að taka rútu í bæinn í kvöld. Þetta var samt ágætt. Aðalaðdráttaraflið í Lökken er víst ströndin. Og jú jú vissulega var strönd þarna en sjórinn var náttúrulega alveg jafn kaldur og í venjulegri íslenskri fjöru. Skildi því ekki alveg þetta strandarbull.
Ég eignaðist frænda í dag. Enn meira að hlakka til þegar ég fer heim. Ég verð að fara í H&M fljótlega og kaupa eitthvað fallegt handa honum. Alltaf skemmtilegt að kaupa barnaföt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home