þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Hef ekkert skrifað í dag en hef aldrei þessu vant ekkert voða samviskubit yfir því. Hitti hópinn minn á morgun og þarf að gera það áður en skriftir halda áfram. Var samt ekki algjört dusilmenni í dag því ég fór í ræktina. Já ég verð bara að segja það, ég er að verða ansi hrifin af Fitness-dk. Ræktin er ekki pökkuð af fólki, vel tækjum búin og bæði nýleg og snyrtileg. Það eru meira segja sjónvörp við mörg hlaupabrettin þannig að maður er ekki að deyja úr leiðinum á hlaupunum. Ég er nú samt ekki orðin húkt en vonandi verð ég það einhvern tímann. Þá væri kannski séns að þessi leiðinda aukakíló færu að týnast af manni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home